Drepstokkur 2013


Menningar- og listahátíðin Drepstokkur verður haldin í fimmta skiptið dagana 15. til 21. apríl nk. í Pakkhúsinu á Selfossi (Austurvegur 2b).  Á hátíðinni verður ýmislegt í boði en þar má helst nefna útvarpsstöðina Himnaríki þar sem gestir hússins geta stjórnað sínum eigin útvarpsþætti, ljósmyndakeppni, hönnunarkeppni, flóamarkað og margt fleira.  Dagskráin verður auglýst á vefsíðunni pakkhusid.is og á facebook-síðu Pakkhússins þegar nær dregur.  Við hvetjum ungt fólk í Árborg sem náð hefur 16 ára aldri að eiga góða stund saman og komast í sumarskapið.