Ertu búin/nn að sjá þessar 80’s Kvikmyndir


Það eru svo margar góðar myndir frá 9. áratugnum sem eru að fara framhjá ungum krökkum í dag að það er synd að nefna ekki nokkrar til að setja á watch-listann hjá ykkur. Nú skulum við taka nokkur dæmi.

Karate Kid 1&2 (’84-’86). Já mikið rétt það eru til tvær aðrar myndir, ekki bara myndin þar sem pjakkurinn hans Will smiths leikur í !!

Ghost (’90). Nei þetta er ekki hryllingsmynd. Þetta er ein fallegasta ástarsaga kvikmyndasögunar. Í þessari mynd er m.a frægt atriði þar sem Demi Moore er að gera leirskál og Patrick Swayze sest fyrir aftan hana og gerir eitthvað voða sexý.

E.T. (’82). Þessa mynd þekkja því miður ekki allir. Þessi er algjör snilld, ein besta geimverumynd allra tíma og Drew Barrimore er algjört rassgat í þessari mynd þó hún sé orðin gömul ófyndin kjelling í dag.

Thrashin (’86). þetta er besta skate mynd allra tíma, án gríns. Geðveik föt, geðveik bretti, allt geðveikt við þessa. Must see! 

This is spinal tap (’84) ójá þetta er ein besta grínmynd allra tíma. Þeir sem þekkja hljómsveitardjobbið elska hana extra mikið.

Ferris bueller’s day off (’86). Þetta er mynd um eitthvað sem allir þekkja, vera kominn með ógeð á skólanum og finna sér fullkomna afsökun fyrir skrópi. Matthew Broderick í sínu besta formi í þessari mynd og mjög skemmtilegur karakter sem Ferris Bueller.  

Ghostbusters (’84-’89). Þetta eru aftur á móti draugamyndir. Þessar myndir eru bara fáránlega skemmtilegar, lítið hægt að segja annað nema bara HORFÐU!

Beverly Hills Cop (’84). Eddie Murphy í sínu besta formi sem Axel Foley. Lögga sem fer öðruvísi leiðir og er með kjaft, hver kannast ekki við það. Nema þetta er extra kúl útaf bílunum, fötunum og slagsmálaatriðunum.

Dirty Dancing  (’87). Klárlega ein besta unglinga-ástarsaga kvikindasamtímans. Enn og aftur Patrick Swayze 80’s stjarna að fara á kostum og bræðir hjörtu með sexy danshreyfingum og hasarkroppinum. Stelpur horfið og sjáið alvöru karlmann að verki, justin beeber verður aldrei karlmaður miðað við þennan herramann.

The Lost Boys (’87). Frekar góð vampírumynd um tvo bræður sem flytha í nýjan bæ með fjölskyldunni sinni og sjá það út að bærinn er fullur af vampíum. Þá hefst ruglið.