Hvaða skegg verður inn 2013?


Nú hefur alskegg verið aðal tískan hjá karlmönnum seinustu 2 ár, en sú tíska virðist vera byrjuð að dvala og það er orðið sjaldséð að sjá fullskeggjaða stráklinga með mylsnur og flösu í skegginu út í Bónus. Nú spyrjum við okkur hér í Pakkhúsinu, hvað er næst? Við vitum að yfirvaraskegg kemur einu sinni á ári, í mars (mottumars). Þá fá nýútskrifaðir 10.bekkingar tækifæri á að láta draum sinn rætast og safna yfirvaraskeggi sem í 99% tilvika lítur því miður út eins og lin skaphár í andlitinu á þeim. Eldri karlmenn fá líka tækifæri á að líta loksins út eins og uppáhalds klámmyndastjarnan sín (john holmes) í einn mánuð án þess að eiginkonan geti böggað þá. „Hvað meinarðu ástin, ég er að styrkja gott málefni“ .. einmitt félagi..einmitt!

Þá fer maður að velta fyrir sér, hvernig verður næsta skegg-tískan? Við í pakkhúsinu erum búin að klippa saman líklegustu skegg ársins 2013. Gjörið svo vel.

 

SKEGG