Í Pakkhúsinu má finna Nintendo 64, Playstation 2 og Playstation 3.


tölvur

Fyrir þá sem hafa gaman af gömlu góðu tölvuleikjunum þá viljum við minna á að hér eru nokkrar tölvur, skjávarpar og túpusjónvörp til detta inn í. Í retró-herberginu eru Nintendo 64 og Playstation 2. Nokkrir leikir eru fyrir báðar tölvurnar. Svo er að sjálfsögðu kóngurinn, Playstation 3 á breiðtjaldi hjá okkur á neðri hæðinni. Okkur vantar alltaf fleirri leiki í allar þessar tölvur þannig að ef að þið lummið á leikjum sem þið týmið að gefa, lána eða selja ódýrt þá væri gaman að heyra frá ykkur á facebooksíðu pakkhússins.