Almennar upplýsingar


 Pakkhúsið er Ungmennahús Árborgar og er ætlað að þjónusta öllum ungmennum 16 ára og eldri í sveitarfélaginu. Pakkhúsið var stofnað 1. desember 2008 og er rekið af Sveitarfélaginu Árborg. Sveitarfélagið sér um allan kostnað að rekstri hússins og stendur Pakkhúsið opið öllum þeim ungmennum sem leita til Pakkhússins með ýmis mismunandi málefni. Pakkhúsið reynir að koma á móts við alla samfélagslega hópa að bestu getu. Nánar upplýsingar má finna í stefnu Pakkhússins.

 Stefna Pakkhússins

Til að einfalda og skýra stefnu og starfsemi Pakkhúsinu hefur stefnunni verið skipt upp í 6 greinar. Stefna pakkhússins er endurnýjuð og uppfærð á hverju hausti.

1. grein-  Pakkhúsið fyrir alla

Pakkhúsið Ungmennahús á að vera opið öllum ungmennum 16 ára og eldri í sveitarfélaginu og nágreni þess.

 

2. grein – Húsráð

Í Pakkhúsinu verður árlegt Húsráð valið. Húsráð þetta mun vinna að mótun og uppbyggingu starfsemi Pakkhússins í samvinnu við forstöðumann og starfsmenn Pakkhússins. Forstöðumaður mun sjá um allan fjárhagslegan rekstur hússins en Húsráð mun vinna að dagskrágerð og annað sem við kemur eiginlegri starfsemi hússins. Húsráðið mun sjá um að skipta á milli sín öllum kvöld og helgarvöktum í húsinu. Húsráðið á að skipta sem fjölbrettastan hóp einstaklinga.

 

3. grein – Býður upp fjölbreytt aðstaða og starfsemi

Markmið Pakkhússins er að veita ungmennum athvarf til að slaka á eða stunda þá iðju sem þeim líkar. Pakkhúsið á að þjónusta mismunandi hópum og einstaklingum og veita sem flestum mismunandi áhugamál. Stefnt er að því að á neðri hæð hússins og kjallara verði hljómsveitaherbergi, upptökuver, sýningasalur, véla- og tækjarými, vinnurými fyrir lista- og hönnunar fólk og lokað fundarými og vinnuherbergi fyrir hópa og einstaklinga. Á efri hæð hússins verður ætluð aðstað til afslöppunar og spjalla. Þar sem boðið er upp á tölvur, breiðtjald, tímarit og spil.

 

Pakkhúsið mun fyrst og fremst bjóða upp á húsnæði fyrir ungmenni. Það verður því ekki megin markmið Pakkhússins að útvega öll tæki og tól. Hjómsveitarherbergið verður því ekki full búið öllum hljóðfærum og tækjum heldur einungis því sem erfitt er að flytja. Það sama má segja um öll herbergi hússins. Húsið mun þó ekki afþakka góð tilboð og gjafir og í hinum fullkomna heimi væri allt til í húsinu.  Pakkhúsið á því fyrst og fremst að bjóða upp á aðstöðu ungmenna til að virkja sköpunar hæfileika sína og áhugamál.

 

4.grein – Pakkhúsið frítt öllum ungmönnum og hópum en með fyrirvara

Aðstaðan mun standa ungmennum almennt frítt og opin öllum sem geta nýtt sér aðstöðuna í sátt við aðra notendur og reglur. Samtök og hópar ungmenna eiga að geta fengið lánað húsnæði fyrir starfsemi sína. Samtökin og hóparnir mega þó ekki yfirtaka fasta starfsemi hússins og verð að bóka aðstöðu með fyrirvara. Starfsemi þessar hópa að vera í samræmi við stefnu Pakkhússins og mega því ekki útilokun ákveðna einstaklinga og hópa.  

 

Starfsemi Pakkhússins stuðlar að heilbrigðum og hamingjusömum lífstíl ungmenna og er óháð ákveðnum lífstefnunum og trúarbrögðum. Pakkhúsið áskilur sér því rétt að stjórna umferð samtaka inn í húsið til þess að viðhalda jafnræði á meðal samtaka og einstaklinga. Pakkhúsið á skilur sér einnig rétt að innheimta gjald fyrir leigu á húsnæði. Sértaklega ef samtöku og félög krefjast félagsgjalda.

 

Leitast verður eftir að hafa samkomur í Pakkhúsinu fríar og að Pakkhúsið verði vettvangur fyrir ungt fólk að koma list sinni á framfæri. Pakkhúsið mun þó vera sveigjanlegt og undantekningar verða veittar í sérstökum fjáröflunar, góðgerða eða viðburðum sem eru ekki ætlað að skila ógóða heldur einungis til að standast kostnað.

 

5. grein – Pakkhúsið sem upplýsingamiðstöð og tengiliður fyrir ungmenn

Starfsmenn Pakkhússins eiga að geta aðstoðað ungmenni við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Hvort sem það er fara í sjálfboðastarf erlendis eða markasetja vöru þeirra.  Starfmenn Pakkhússins geta þó ekki sérhæft sig á öllum sviðum og mun því reyna með mestu getu að vera í samstarfi við ýmis fyrirtæki, félög og samtök sem geta hjálpað ungmennum. Evrópa Ungafólksins, atvinnuþróunarfélag Suðurlands eru dæmi um samstarfsaðila.  

 

6. grein – Heimasíða og Útvarp

Pakkhúsið mun halda úti frétta- og afþreyingarmiðli fyrir ungt fólk á svæðinu sem verður ritsýrt af ritstjórn sem er sett til eins árs. Ritstjórn mun hafa nokkuð frjálsa tauma en vinna náið með starfsmanni Pakkhússins. Forstöðumaður verður aftur á móti ábyrgur fyrir síðunni og hefur því rétt til að koma að stefnu heimsíðunnar. Megin stefna heimasíðunnar verður aftur móti að búa til og halda úti áræðnalegum, skemmtilegum, fróðlegum og gagnlegum miðli fyrir ungt fólk. Heimasíðan á jafnframt að veita ungmennum möguleika að koma sínum málefnum á framfæri með pistla skrifum.

 

Pakkhúsið mun vera með útvarpsþátt í samstarfi við Suðurland FM á meðan upptökuver hefur ekki verið sett upp í Pakkhúsinu. Útvarpsþátturinn er stjórnað af áhugasömum ungmennum sem koma með hugmynd af þætti og færa hana Húsráðið aðra starfsmenn Pakkhússins. Ef eftirsóknin er mikil mun tíman í úrvarpinu vera skipt á milli hópa og einstaklinga.

Framtíðarsýn Pakkhússins

Í framtíðinni er vonast eftir því að Pakkhúsið eflist og þróist áfram af ungmennum sveitarfélagsins án miklar afskipti forstöðumanns og annarra yfirmanna. Vonast er eftir að ungmenni á svæðinu munu nýta sér Pakkhúsið til að slaka á eða vinna að hugmyndum sínum í sátt við reglur og stefnu Pakkhússins. Leitast verður eftir stofna hóp velunnara Pakkhússins sem mun styrkja Pakkhúsið og ungmennin fjárhagslega. Ef netmiðill Pakkhússins nær að verða vinsæll miðill munu verða seldar hugsanlega 3 – 5 auglýsingar og mun ágóðinn af því einnig renna beint í starfsemi hússins og ungmenum sem vinna gott starf fyrir húsið.

Í framtíðinni á Pakkhúsið gott einangrað hljómsveitaraðstaða og upptökuver. Færanlegt svið með ljósum og hljóðkerfi. Aðstaða fyrir allskonar listafólk, með speglum, vinnuborði og geymslu til að geyma verkfæri og verkefni. Véla og tækjarými með bíla lyftu og saman safni af varahlutum í bíla, vélar og tæki. Aðsetur fyrir sérstaka hópa eins og hlutverkaspilahópa eða önnur ungliðasamtök.

Reglur Pakkhússins  

  1. Öll neysla áfengis og tóbaks er með öllu óheimil í Pakkhúsinu. Öll áfengisneysla á lóð umhverfis Pakkhúsið er einnig óheimil. Tóbaksneysla er aftur á móti leyfð á afmörkuðum svæðum á lóð hússins eða við neyðarútganginn á norður hlið hússins. Mikilvægt er að ekki sé reykt við innganga eða við opna glugga.
  2. Allir 16 ára og eldri eða þeir sem hafa lokið 10. bekk geta tekið þátt í  starfsemi Pakkhússins.
  3. Gestir eiga að ganga frá eftir sig. Aðstaða í Pakkhúsinu er gjaldfrjáls og til þess að auðvelda rekstur Pakkhússins er ætlast til að gestir hjálpi til og gangi frá eftir sig.